Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   mán 24. mars 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM í dag - England mætir Lettlandi
Mynd: EPA
Það fara sex leikir fram í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM í kvöld, þar sem England tekur á móti Lettlandi.

Búast má við tilraunastarfsemi hjá Thomas Tuchel landsliðsþjálfara Englendinga eftir þægilegan sigur gegn Albaníu í fyrstu umferð.

Albanir taka á móti smáþjóð Andorra í kvöld og geta því sótt sín fyrstu stig í undankeppninni.

Litháen spilar við Finnland í fyrsta leik dagsins áður en Bosnía, Pólland og San Marínó eiga heimaleiki við Kýpur, Möltu og Rúmeníu.

Leikir kvöldsins
17:00 Litháen - Finnland
19:45 Albanía - Andorra
19:45 Bosnía - Kýpur
19:45 England - Lettland
19:45 Pólland - Malta
19:45 San Marínó - Rúmenía
Athugasemdir
banner
banner
banner