Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   mán 24. mars 2025 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Wirtz með samningstilboð á borðinu
Mynd: EPA
Florian Wirtz er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópuboltans um þessar mundir en Leverkusen reynir allt til að halda honum.

Bayern Munchen og Manchester City hafa sýnt honum mikinn áhuga og vilja fá hann til liðs við sig í sumar.

Sky í Þýskalandi greinir frá því að Leverkusen sé búið að bjóða honum samning sem gildir að minnsta kosti til ársins 2028. Félagið býst við svari frá Wirtz fljótlega.

Það er riftunarákvæði í samningnum sem tekur gildi sumarið 2026 en ef viðræður við önnur félög fara fram næsta sumar er Leverkusen tilbúið að láta hann fara fyrir í kringum 120-130 milljónir evra.

Núgildandi samningur Wirtz gildir til ársins 2027.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner