Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
   fim 24. apríl 2025 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hefja viðræður við Thomas Partey
Thomas Partey og Declan Rice byrjuðu á miðjunni gegn Crystal Palace í gær.
Thomas Partey og Declan Rice byrjuðu á miðjunni gegn Crystal Palace í gær.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn öflugi Thomas Partey rennur út á samningi hjá Arsenal í sumar og hefur Mikel Arteta þjálfari mikinn áhuga á að halda honum hjá félaginu.

Partey hefur verið afar mikilvægur hlekkur undir stjórn Arteta og þá sérstaklega á yfirstandandi tímabili, þar sem geta hans til að spila vel bæði sem varnarsinnaður miðjumaður og hægri bakvörður hefur reynst gríðarlega dýrmæt.

Partey verður 32 ára í sumar og því er líklegt að Arsenal vilji bjóða honum eins árs samning með möguleika á auka ári ef hann spilar nægilega marga leiki.

Jorginho er annar miðjumaður Arsenal sem rennur út á samningi í sumar en allar líkur eru á að hann muni reyna fyrir sér á nýjum slóðum.

Það gæti reynst mikilvægt fyrir Arsenal að halda í Thomas Partey í sumar.
Athugasemdir
banner
banner