Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. maí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Atalanta ætlar að kaupa Demiral - Olivera fer til Napoli
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Atalanta mun ganga frá kaupum á tyrkneska landsliðsmanninum Merih Demiral á næstu dögum. Demiral hefur verið hjá Atalanta á lánssamningi frá Juventus með kaupákvæði sem hljóðar upp á 23 milljónir evra.


Atalanta ætlar að virkja ákvæðið og mun nota pening sem kemur fyrir yfirvofandi sölu Cristian Romero til Tottenham fyrir kaupunum. Tottenham er að borga um 50 milljónir evra fyrir Romero, sem Atalanta keypti á 16 milljónir frá Juve.

Hinn 24 ára gamli Demiral er gríðarlega leikreyndur þrátt fyrir ungan aldur og hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United á undanförnum vikum.

Atalanta er þó ekki eina félagið sem er að styrkja varnarlínuna fyrir komandi átök í Serie A þar sem Napoli er við það að krækja í Mathías Olivera, vinstri bakvörð Getafe.

Napoli mun greiða 15 milljónir fyrir Olivera sem skoraði eitt mark og lagði þrjú upp í 32 leikjum í La Liga á nýliðnu tímabili.

Olivera var ekki efstur á óskalistanum fyrr en tilraun til að krækja í Nicolas Tagliafico frá Ajax rann út í sandinn.

Hann mun berjast við Mario Rui um vinstri bakvarðarstöðuna en Portúgalinn, sem er af einhverjum talinn veikur hlekkur í liði Napoli, hefur ekki haft almennilega samkeppni um stöðuna undanfarin ár.


Athugasemdir
banner