Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. maí 2022 09:03
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Víkurfréttir 
Hólmar: Okkur var hent í ruslið
Hólmar Örn Rúnarsson.
Hólmar Örn Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á Suðurnesjum er spenna að myndast fyrir grannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur í Mjólkurbikarnum en leikurinn fer fram annað kvöld. Hér að neðan má sjá myndband sem gert var til að auglýsa leikinn.

Hólmar Örn Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga og fyrrum leikmaður Keflavíkur, í segir við Víkurfréttir að framkoma stjórnar Keflavíkur í sinn garð og annarra leikmanna liðsins á sínum tíma hafi verið fyrir neðan allar hellur.

„Það verður bara að segjast eins og er að þáverandi formaður og varaformaður deildarinnar hefðu getað staðið betur að verki þegar kom að starfslokum okkar; mín, Einars Orra (Einarssonar) og Hödda (Harðar Sveinssonar) hjá Keflavík," segir Hólmar.

Keflavík hafnaði í neðsta sæti efstu deildar 2018 og segir Hólmar Örn að hann, Einar Orri og Hörður hafi verið látnir líta út sem sökudólgarnir. Allir eru þeir hjá Njarðvík í dag.

„Eftir slakt tímabil var skuldinni skellt á okkur félagana og okkur beinlínis hent í ruslið í orðsins fyllstu merkingu – eftir allt sem við höfðum gert fyrir félagið. Við munum gefa okkur alla í leikinn og sjá til þess að Keflavík komist ekki lengra í bikarkeppninni þetta árið. Það verður enginn afsláttur veittur á komandi miðvikudag."


Athugasemdir
banner
banner
banner