banner
   mið 24. maí 2023 21:41
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Við drukkum allt áfengið í Manchester
Pep Guardiola var hress í viðtali eftir leikinn
Pep Guardiola var hress í viðtali eftir leikinn
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var ánægður með liðið í 1-1 jafnteflinu gegn Brighton í kvöld og hrósaði frammistöðu liðsins sérstaklega.

Brighton veitti meisturunum mikla samkeppni og rúmlega það en liðin sættust á að deila stigunum.

Um helgina fögnuðu leikmenn Man City því að hafa unnið ensku úrvalsdeildina en það sást þó ekki á leikmönnum liðsins.

„Stórkostlegur leikur og vil ég óska Brighton til hamingju með verðskuldaða sætið í Evrópudeildinni,“ sagði Guardiola.

„Þessi leikur sem við spiluðum aðeins 48 klukkustundum eftir að við drukkum allt áfengið í Manchester en samt sýndum við af hverju við erum meistarar.“

„Við sýndum hvað við getum gert með og án bolta. Ég sá ekki enga breytingu á ákefðinni eða hugmyndafræðinni. Bæði lið fengu færi og skoruðu.“

„Bæði lið vilja boltann og pressa. Markverðirnir eru gríðarlega mikilvægir í leiknum og bara gæðin sem Brighton er með, þetta er stórkostlegt lið.“


Mark var dæmt af Erling Braut Haaland þegar rúmar tíu mínútur voru eftir en hann togaði í treyju Levi Colwill. Guardiola var ekki sammála ákvörðun dómarans.

„Horfðu aftur á þetta. Ef þetta er brot þá er allt sem Erling gerir brot,“ sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner