Ruud van Nistelrooy hefur tjáð ráðamönnum hjá PSV að hann sé hættur störfum hjá félaginu. Hann hefur undanfarin ár starfað hjá félaginu en í mars í fyrra var hann ráðinn þjálfari aðalliðsins þegar vitað var að Roger Schmidt væri á förum.
Van Nistelrooy hóf svo störf síðasta sumar og í vetur varð liðið bikarmeistari og er í 2. sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir Feyenoord.
Van Nistelrooy hóf svo störf síðasta sumar og í vetur varð liðið bikarmeistari og er í 2. sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir Feyenoord.
Hollenski markahrókurinn er 46 ára gamall og eru sögur á þá leið að hann sé ósáttur við takmarkaðan stuðning frá félaginu.
PSV á leik gegn AZ í lokaumferð hollensku deildinni og getur misst 2. sætið til Ajax með tapi. Van Nistelrooy verður ekki við stjórnvölinn í þeim leik. Fred Rutten tekur aðalþjálfarastöðunni til bráðabirgða.
Hoofdtrainer Ruud van Nistelrooij heeft vanmorgen bekend gemaakt te vertrekken bij PSV.
— PSV (@PSV) May 24, 2023
PSV betreurt zijn besluit en is hem dankbaar voor het winnen van de Johan Cruijff Schaal en de TOTO KNVB Beker en hoopt het seizoen af te sluiten met het behalen van de tweede plaats.
Athugasemdir