Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 24. maí 2023 11:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Van Nistelrooy óvænt hættur hjá PSV (Staðfest)
Mynd: EPA
Ruud van Nistelrooy hefur tjáð ráðamönnum hjá PSV að hann sé hættur störfum hjá félaginu. Hann hefur undanfarin ár starfað hjá félaginu en í mars í fyrra var hann ráðinn þjálfari aðalliðsins þegar vitað var að Roger Schmidt væri á förum.

Van Nistelrooy hóf svo störf síðasta sumar og í vetur varð liðið bikarmeistari og er í 2. sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir Feyenoord.

Hollenski markahrókurinn er 46 ára gamall og eru sögur á þá leið að hann sé ósáttur við takmarkaðan stuðning frá félaginu.

PSV á leik gegn AZ í lokaumferð hollensku deildinni og getur misst 2. sætið til Ajax með tapi. Van Nistelrooy verður ekki við stjórnvölinn í þeim leik. Fred Rutten tekur aðalþjálfarastöðunni til bráðabirgða.


Athugasemdir
banner
banner