Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mið 24. júní 2020 22:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palli Gísla: Ég og Siggi erum ekki alltaf sammála um hlutina
Palli á hliðarlínunni gegn Grindavík fyrir tæpri viku.
Palli á hliðarlínunni gegn Grindavík fyrir tæpri viku.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Sáttur að við erum í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit. Það var aðalmarkmiðið en það er eiginlega það eina sem ég er mjög ánægður með," sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, eftir sigur á Reyni í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Reynir S.

„Flottir Reynismenn sem mæta hérna. Við áttum í tómu basli með þá og sérstaklega senterinn sem gerði flott mark. Þeir refsuðu okkur þar og skildu okkur bara eftir í reyknum. Hrós á þá en á móti kemur að við vorum ekki alveg upp á 10 í dag. Við áttum í erfiðleikum með þá og á móti kemur að við vorum ekki nægilega skilvirkir. Ég veit ekki hvort við hefðum náð að skora, þó við hefðum spilað fram að miðnætti, úr opnum leik þar sem þetta var svona stöngin út allt hjá okkur á síðasta þriðjungnum."

Sigurður Marínó sagði í viðtali í kvöld að hann óskaði eftir útileik gegn KA í 16-liða úrslitunum. Er Palli sammála Sigga í þeim málum?

„Nei nei, við erum ekkert alltaf sammála um hlutina. Eina sem ég vil er að fá heimaleik eins og sjálfsagt allir þjálfarar sem eftir eru í bikarkeppninni, mér er alveg sama um mótherja. Það eru góðar líkur á því að skemmtunin verður upp á 120 mínútur plús."

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner