
„Sáttur að við erum í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit. Það var aðalmarkmiðið en það er eiginlega það eina sem ég er mjög ánægður með," sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, eftir sigur á Reyni í Mjólkurbikarnum í kvöld.
Lestu um leikinn: Þór 2 - 1 Reynir S.
„Flottir Reynismenn sem mæta hérna. Við áttum í tómu basli með þá og sérstaklega senterinn sem gerði flott mark. Þeir refsuðu okkur þar og skildu okkur bara eftir í reyknum. Hrós á þá en á móti kemur að við vorum ekki alveg upp á 10 í dag. Við áttum í erfiðleikum með þá og á móti kemur að við vorum ekki nægilega skilvirkir. Ég veit ekki hvort við hefðum náð að skora, þó við hefðum spilað fram að miðnætti, úr opnum leik þar sem þetta var svona stöngin út allt hjá okkur á síðasta þriðjungnum."
Sigurður Marínó sagði í viðtali í kvöld að hann óskaði eftir útileik gegn KA í 16-liða úrslitunum. Er Palli sammála Sigga í þeim málum?
„Nei nei, við erum ekkert alltaf sammála um hlutina. Eina sem ég vil er að fá heimaleik eins og sjálfsagt allir þjálfarar sem eftir eru í bikarkeppninni, mér er alveg sama um mótherja. Það eru góðar líkur á því að skemmtunin verður upp á 120 mínútur plús."
Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir