fös 24. júlí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gamli refurinn Warnock byrjaður að plana fyrir næsta tímabil
Reynslubolti.
Reynslubolti.
Mynd: Getty Images
Neil Warnock vill vera áfram við stjórnvölinn hjá Middlesbrough og er byrjaður að plana fyrir næsta tímabil.

Hinn 71 árs gamli Warnock hjálpaði Middlesbrough að forðast fall í Championship-deildinni en hann tók við liðinu í síðasta mánuði og skrifaði þá undir samning út tímabilið.

Stuðningsmenn Boro virðast ánægðir með störf Warnock og vilja halda honum.

Warnock er búinn að nefna nokkra leikmenn sem hann vill fá til félagsins og er félagið búið að ræða við Wigan varðandi sóknarmanninn Kiefer Moore eftir ráðleggingar frá Warnock.

Moore er eftirsóttur af félögum í Championship-deildinni, meðal annars af Boro, QPR og Milwall.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner