Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. júlí 2020 21:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Marija Radojicic og Sæunn Rós frá út leiktíðina
Árekstur og slitið krossband
Marija í leik með Fylki síðasta sumar.
Marija í leik með Fylki síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir varð fyrir blóðtöku bæði áður en Pepsi Max-deild kvenna hófst og einnig í þriðju umferð deildarinnar. Þá meiddust tveir leikmenn liðsins og verða ekki með liðinu það sem eftir lifir tímabils.

Marija Radojicic, sem skoraði sex mörk í deildinni í fyrra, lenti í árekstri rétt áður en tímabilið byrjaði og Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, staðfesti í samtali við Fótbolta.net að Marija yrði ekki með Fylki í sumar. Marija kom fyrst til Íslands árið 2015 og lék fimm leiki með Val. Hún kom svo aftur til Íslands árið 2018 og skoraði tíu mörk í 1. deildinni með Fylki.

„Glæsilegt. Hún er ein af þeim sem getur verið byrjunarliðsmaður. Hún lenti í árekstri og er aðeins að stíga upp úr því. Þetta er annar leikmaðurinn okkar sem lendir í árekstri. Veit ekki alveg hvað ég á að gera í því. Margrét er að verða góð og tekur þetta hægt og rólega," sagði Kjartan í viðtali eftir leikinn gegn Þór/KA í kvöld þegar hann var spurður út í innkomu Margrétar Bjargar Ástvaldsdóttur inn í leikinn í kvöld.

Lestu um leik Þór/KA og Fylkis hér.

Þá var hann einnig spurður út í stöðuna á Sæunni Rós Ríkharðsdóttur sem var borin af velli undir lok leiks gegn Þrótti R. í 3. umferð deildarinnar.

Kjartan sagði að Sæunn væri með slitið krossband og yrði því ekki meira með í sumar. Sæunn er uppalin í Fylki og er á 21. aldursári. Hún tók þátt í öllum átján leikjum Fylkis í deildinni í fyrra.
Kjartan: Töluðum um að passa okkur þessar 5-7 mínútur og vera þéttar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner