Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fös 24. júlí 2020 23:01
Aksentije Milisic
Rúrik sagður vera með tilboð frá Víkingi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Greint var frá því í Pepsi Max stúkunni nú í kvöld að Víkingur Reykjavík væri búið að bjóða Rúriki Gíslasyni tilboð.

Rúrik er staddur á Íslandi en umræða hefur verið í gangi að hann sé mögulega að fara ganga í raðir HK en nú virðist sem Víkingur ætli að reyna að klófesta þennan reynslumikla leikmann.

„Orðið á götunni er að Rúrik sé með tilboð úr Fossvoginum. Það sé bara alvöru tilboð," sagði Guðmundur Benediktsson í Pepsi Max stúkunni nú í kvöld.

„Já, ég hef heyrt þetta líka," svaraði Hjörvar Hafliðason.

Rúrik á 53 landsliðsleiki að baki með Íslenska landsliðinu og hefur hann skorað í þeim þrjú mörk. Þá á hann 351 leik í atvinnumennsku og hefur hann þar gert 40 mörk og 26 stoðsendingar.

Rúrik spilaði síðast með Sandhausen í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner