Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 24. júlí 2022 21:56
Brynjar Ingi Erluson
Þórir Jóhann fær meiri samkeppni hjá Lecce
Kristijan Bistrovic í leik með CSKA
Kristijan Bistrovic í leik með CSKA
Mynd: EPA
Króatíski miðjumaðurinn Kristijan Bistrovic er genginn til liðs við ítalska félagið Lecce á láni frá CSKA Moskvu.

Bistrovic er 24 ára gamall og verið á mála hjá CSKA frá 2018, en síðustu tvö ár hefur hann verið lánaður seinni hlutann á tímabilunum til Kasimpasa og Fatih Karagumruk.

Króatinn mun nú halda til Ítalíu og hefur hann gert eins árs lánssamning við Lecce, sem tryggði sig upp í efstu deild undir lok síðustu leiktíðar.

Íslenski landsliðsmaðurinn Þórir Jóhann Helgason spilar með Lecce og fær nú meiri samkeppni um stöðu í liðinu.

Bistrovic getur spilað sem djúpur miðjumaður og á miðri miðju en hann á 96 leiki og 8 mörk á fimm árum sínum hjá CSKA.
Athugasemdir
banner
banner
banner