Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mið 24. júlí 2024 16:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Aron Elís klár í slaginn - „Þetta var gríðarlegt svekkelsi"
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum búnir að skoða þá síðustu daga og við erum bara klárir í þetta," sagði Aron Elís Þrándarson, leikmaður Víkings, þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Á morgun spilar Víkingur fyrri leik sinn gegn Egnatia frá Albaníu í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram á Víkingsvellinum.

Víkingar féllu úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar á dögunum gegn Shamrock Rovers frá Írlandi. Aron náði ekki að beita sér mikið í því einvígi vegna meiðsla.

„Þetta var gríðarlegt svekkelsi auðvitað. Við áttum að gera betur, en það er lítið hægt að gera í því núna. Við áttum að vinna þetta fannst mér, en við vorum klaufar. Svona er þetta bara í Evrópu, ef þú ert ekki 'on', þá verður þér refsað," segir Aron en hann er allur að koma til eftir meiðslin.

„Ég er allur að koma til og vonandi bætast mínúturnar með hverjum leiknum. Ég er klár en svo er það bara undir Arnari (Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings) hvað hann gerir."

Við erum enn með þetta í okkar höndum
Það eru alveg góðir möguleikar fyrir Víkinga þó þeir hafi dottið úr leik við fyrstu hindrun í forkeppni Meistaradeildarinnar.

„Við erum enn með þetta í okkar höndum. Við erum ekkert byrjaðir að spá í því hvað við fáum ef við vinnum Albanina. Það er ekki góð hugsun, að hugsa lengra en bara næsta leik. Við þurfum að vera mættir á morgun og klára þetta einvígi. Við erum enn á toppnum í deildinni, komnir í bikarúrslit og með þetta í okkar höndum í Evrópu. Ég held að þetta geti ekki verið eitthvað mikið betra en það," sagði Aron en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner