Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
   mið 24. júlí 2024 16:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Aron Elís klár í slaginn - „Þetta var gríðarlegt svekkelsi"
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum búnir að skoða þá síðustu daga og við erum bara klárir í þetta," sagði Aron Elís Þrándarson, leikmaður Víkings, þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Á morgun spilar Víkingur fyrri leik sinn gegn Egnatia frá Albaníu í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram á Víkingsvellinum.

Víkingar féllu úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar á dögunum gegn Shamrock Rovers frá Írlandi. Aron náði ekki að beita sér mikið í því einvígi vegna meiðsla.

„Þetta var gríðarlegt svekkelsi auðvitað. Við áttum að gera betur, en það er lítið hægt að gera í því núna. Við áttum að vinna þetta fannst mér, en við vorum klaufar. Svona er þetta bara í Evrópu, ef þú ert ekki 'on', þá verður þér refsað," segir Aron en hann er allur að koma til eftir meiðslin.

„Ég er allur að koma til og vonandi bætast mínúturnar með hverjum leiknum. Ég er klár en svo er það bara undir Arnari (Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings) hvað hann gerir."

Við erum enn með þetta í okkar höndum
Það eru alveg góðir möguleikar fyrir Víkinga þó þeir hafi dottið úr leik við fyrstu hindrun í forkeppni Meistaradeildarinnar.

„Við erum enn með þetta í okkar höndum. Við erum ekkert byrjaðir að spá í því hvað við fáum ef við vinnum Albanina. Það er ekki góð hugsun, að hugsa lengra en bara næsta leik. Við þurfum að vera mættir á morgun og klára þetta einvígi. Við erum enn á toppnum í deildinni, komnir í bikarúrslit og með þetta í okkar höndum í Evrópu. Ég held að þetta geti ekki verið eitthvað mikið betra en það," sagði Aron en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner