Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   mið 24. júlí 2024 16:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Aron Elís klár í slaginn - „Þetta var gríðarlegt svekkelsi"
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum búnir að skoða þá síðustu daga og við erum bara klárir í þetta," sagði Aron Elís Þrándarson, leikmaður Víkings, þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Á morgun spilar Víkingur fyrri leik sinn gegn Egnatia frá Albaníu í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram á Víkingsvellinum.

Víkingar féllu úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar á dögunum gegn Shamrock Rovers frá Írlandi. Aron náði ekki að beita sér mikið í því einvígi vegna meiðsla.

„Þetta var gríðarlegt svekkelsi auðvitað. Við áttum að gera betur, en það er lítið hægt að gera í því núna. Við áttum að vinna þetta fannst mér, en við vorum klaufar. Svona er þetta bara í Evrópu, ef þú ert ekki 'on', þá verður þér refsað," segir Aron en hann er allur að koma til eftir meiðslin.

„Ég er allur að koma til og vonandi bætast mínúturnar með hverjum leiknum. Ég er klár en svo er það bara undir Arnari (Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings) hvað hann gerir."

Við erum enn með þetta í okkar höndum
Það eru alveg góðir möguleikar fyrir Víkinga þó þeir hafi dottið úr leik við fyrstu hindrun í forkeppni Meistaradeildarinnar.

„Við erum enn með þetta í okkar höndum. Við erum ekkert byrjaðir að spá í því hvað við fáum ef við vinnum Albanina. Það er ekki góð hugsun, að hugsa lengra en bara næsta leik. Við þurfum að vera mættir á morgun og klára þetta einvígi. Við erum enn á toppnum í deildinni, komnir í bikarúrslit og með þetta í okkar höndum í Evrópu. Ég held að þetta geti ekki verið eitthvað mikið betra en það," sagði Aron en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner