James McAtee spilaði fyrri hálfleikinn með Manchester City þegar liðið mætti Celtic í æfingaleik. Leikurinn fór fram í Bandaríkjunum í gærkvöldi.
McAtee er sóknarsinnaður miðjumaður sem uppalinn er hjá City en hefur leikið með Sheffield United á láni unanfarin tvö tímabil. Hann er U21 landsliðsmaður Englands. Hann getur líka spilaða á vængnum.
McAtee er sóknarsinnaður miðjumaður sem uppalinn er hjá City en hefur leikið með Sheffield United á láni unanfarin tvö tímabil. Hann er U21 landsliðsmaður Englands. Hann getur líka spilaða á vængnum.
Pep Guardiola, stjóri City, tjáði sig um McAtee í aðdraganda leiksins.
„Ég myndi elska að hafa hann, halda honum hjá okkur á næsta tímabili, af því hann er sérstakur leikmaður sem getur leyst hlutverk sem ekki margir hjá okkur geta. Hann getur fundið lítil svæði, spilað í vösunum."
„Þegar þú spilar i úrvalsdeildinni með liði sem er að berjast um að falla ekki, þá upplifur þú eitthvað sérstakt. Ég er sérstaklega forvitinn að sjá Macca. Ég hef mikið álit á honum og ég væri til í að hann geti komist almennilega inn í liðið," sagði Guardiola.
Athugasemdir