Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 24. júlí 2024 21:12
Sverrir Örn Einarsson
Jóhann Kristinn: Þetta var ekki sjálfsagt
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA komst aftur á sigurbraut er liðið heimsótti Keflavík á HS Orkuvellinum í Reykjanesbæ fyrr í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik þar sem bæði lið fengu þó fjölmörg færi til þess að skora var það Hulda Ósk Jónsdóttir sem tryggði Þór/KA stigin þrjú með stórglæsilegu marki og lokatölur 0-1 gestunum í vil. Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA var til viðtals að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Þór/KA

„Þetta var erfiður leikur á móti skemmtilegu og vel skipulögðu liði sem gerðu það sem þær gerðu mjög vel. Þær eru í baráttu á vonda enda deildarinnar og þetta var ekki sjálfsagt.“ Sagði Jóhann um leikinn og andstæðing kvöldsins Keflavík.

Gengi Þór/KA að undanförnu hefur verið brokkgengt en liðið hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum fyrir leik kvöldsins þar með talið í síðustu umferð gegn nýliðum Víkings. Hvernig var vikan fyrir leikinn og að mótivera stelpurnar eftir erfiðar vikur?

„Ég hef minnstar áhyggjur af stelpunum. Þær eru alveg ótrúlega seigar og bara töff. Þær standa alltaf upp aftur þó þær séu slegnar niður annað slagið eins og öll góð lið gera. Við þurfum bara að fækka þessum skiptum sem við erum slegin niður. Svona leikur í dag þar sem við erum ekkert frábær en náum að vinna, það er gott merki .“

Lið Þór/KA er nokkuð þægilega í þriðja sæti deildarinnar nú þegar líða fer að skiptingu hennar eftir 18.umferð. Hvernig horfir staða liðsins við Jóhanni? Er hún undir væntingum eða á pari við það sem ætlað var?

„Við vorum ekki með rosalega skýr og niðurnjörvuð markmið um að vinna deildina, lenda í öðru eða þriðja sæti heldur vildum bara gera betur en í fyrra. Við viljum bæta okkur og gefa öllum liðum leik og keppni í öllum keppnum og komast sem hæst. Ef að þetta verður niðurstaðan að við komumst ekki uppfyrir Val eða Breiðablik þetta árið þá verðum við allavega að tryggja að vera þar á eftir.“

Sagði Jóhann en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner