Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mið 24. júlí 2024 21:12
Sverrir Örn Einarsson
Jóhann Kristinn: Þetta var ekki sjálfsagt
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA komst aftur á sigurbraut er liðið heimsótti Keflavík á HS Orkuvellinum í Reykjanesbæ fyrr í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik þar sem bæði lið fengu þó fjölmörg færi til þess að skora var það Hulda Ósk Jónsdóttir sem tryggði Þór/KA stigin þrjú með stórglæsilegu marki og lokatölur 0-1 gestunum í vil. Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA var til viðtals að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Þór/KA

„Þetta var erfiður leikur á móti skemmtilegu og vel skipulögðu liði sem gerðu það sem þær gerðu mjög vel. Þær eru í baráttu á vonda enda deildarinnar og þetta var ekki sjálfsagt.“ Sagði Jóhann um leikinn og andstæðing kvöldsins Keflavík.

Gengi Þór/KA að undanförnu hefur verið brokkgengt en liðið hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum fyrir leik kvöldsins þar með talið í síðustu umferð gegn nýliðum Víkings. Hvernig var vikan fyrir leikinn og að mótivera stelpurnar eftir erfiðar vikur?

„Ég hef minnstar áhyggjur af stelpunum. Þær eru alveg ótrúlega seigar og bara töff. Þær standa alltaf upp aftur þó þær séu slegnar niður annað slagið eins og öll góð lið gera. Við þurfum bara að fækka þessum skiptum sem við erum slegin niður. Svona leikur í dag þar sem við erum ekkert frábær en náum að vinna, það er gott merki .“

Lið Þór/KA er nokkuð þægilega í þriðja sæti deildarinnar nú þegar líða fer að skiptingu hennar eftir 18.umferð. Hvernig horfir staða liðsins við Jóhanni? Er hún undir væntingum eða á pari við það sem ætlað var?

„Við vorum ekki með rosalega skýr og niðurnjörvuð markmið um að vinna deildina, lenda í öðru eða þriðja sæti heldur vildum bara gera betur en í fyrra. Við viljum bæta okkur og gefa öllum liðum leik og keppni í öllum keppnum og komast sem hæst. Ef að þetta verður niðurstaðan að við komumst ekki uppfyrir Val eða Breiðablik þetta árið þá verðum við allavega að tryggja að vera þar á eftir.“

Sagði Jóhann en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner