Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   mið 24. júlí 2024 21:12
Sverrir Örn Einarsson
Jóhann Kristinn: Þetta var ekki sjálfsagt
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA komst aftur á sigurbraut er liðið heimsótti Keflavík á HS Orkuvellinum í Reykjanesbæ fyrr í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik þar sem bæði lið fengu þó fjölmörg færi til þess að skora var það Hulda Ósk Jónsdóttir sem tryggði Þór/KA stigin þrjú með stórglæsilegu marki og lokatölur 0-1 gestunum í vil. Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA var til viðtals að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Þór/KA

„Þetta var erfiður leikur á móti skemmtilegu og vel skipulögðu liði sem gerðu það sem þær gerðu mjög vel. Þær eru í baráttu á vonda enda deildarinnar og þetta var ekki sjálfsagt.“ Sagði Jóhann um leikinn og andstæðing kvöldsins Keflavík.

Gengi Þór/KA að undanförnu hefur verið brokkgengt en liðið hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum fyrir leik kvöldsins þar með talið í síðustu umferð gegn nýliðum Víkings. Hvernig var vikan fyrir leikinn og að mótivera stelpurnar eftir erfiðar vikur?

„Ég hef minnstar áhyggjur af stelpunum. Þær eru alveg ótrúlega seigar og bara töff. Þær standa alltaf upp aftur þó þær séu slegnar niður annað slagið eins og öll góð lið gera. Við þurfum bara að fækka þessum skiptum sem við erum slegin niður. Svona leikur í dag þar sem við erum ekkert frábær en náum að vinna, það er gott merki .“

Lið Þór/KA er nokkuð þægilega í þriðja sæti deildarinnar nú þegar líða fer að skiptingu hennar eftir 18.umferð. Hvernig horfir staða liðsins við Jóhanni? Er hún undir væntingum eða á pari við það sem ætlað var?

„Við vorum ekki með rosalega skýr og niðurnjörvuð markmið um að vinna deildina, lenda í öðru eða þriðja sæti heldur vildum bara gera betur en í fyrra. Við viljum bæta okkur og gefa öllum liðum leik og keppni í öllum keppnum og komast sem hæst. Ef að þetta verður niðurstaðan að við komumst ekki uppfyrir Val eða Breiðablik þetta árið þá verðum við allavega að tryggja að vera þar á eftir.“

Sagði Jóhann en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner