Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 24. júlí 2024 21:37
Ívan Guðjón Baldursson
Ólympíuleikarnir: Lacazette skoraði og lagði upp
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fyrstu umferð á fótboltamóti Ólympíuleikanna er lokið þar sem sigurstranglegt lið Frakklands vann auðveldan sigur gegn Bandaríkjunum.

Staðan var markalaus í leikhlé þrátt fyrir yfirburði Frakka en gæðamunur liðanna var augljós í seinni hálfleik, þegar Alexandre Lacazette skoraði fyrst sjálfur og lagði svo upp fyrir Michael Olise.

Frakkar unnu leikinn að lokum 3-0 eftir að Loïc Badé skoraði þriðja og síðasta markið á lokakaflanum.

Japan rúllaði þá yfir tíu leikmenn Paragvæ með fimm mörkum gegn engu, þar sem Shunsuke Mito og Shota Fujio skoruðu sitthvora tvennuna.

Írak lagði Úkraínu að velli 2-1 og þá skildu Malí og Ísrael jöfn, 1-1.

Frakkland 3 - 0 Bandaríkin
1-0 Alexandre Lacazette ('61)
2-0 Michael Olise ('69)
3-0 Loic Bade ('85)

Japan 5 - 0 Paragvæ

Írak 2 - 1 Úkraína

Malí 1 - 1 Ísrael

Athugasemdir
banner
banner
banner