Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 24. júlí 2024 16:06
Elvar Geir Magnússon
Sancho fer með Man Utd til Bandaríkjanna en ekki Malacia
Malacia er ekki í æfingahópnum.
Malacia er ekki í æfingahópnum.
Mynd: EPA
Hollenski varnarmaðurinn Tyrell Malacia er ekki í hópnum hjá Manchester United sem er á leið í æfingaferð til Bandaríkjanna en þar leikur liðið þrjá leiki.

Það eru rúmlega þrettán mánuðir síðan Malacia, sem keyptur var frá Feyenoord, lék síðast keppnisleik.

Þessi 24 ára leikmaður gekkst undir hnéaðgerð á síðasta ári og biðin eftir endurkomu hans verið mun lengri en í fyrstu var talið. Hann er við æfingar um þessar myndir á Carrington æfingasvæðinu en í tilkynningu frá félaginu segir að hann muni ekki fara með til Bandaríkjanna heldur halda áfram að æfa undir leiðsögn læknateymisins.

Eins og við var búist er nýi varnarmaðurinn Leny Yoro í hópnum og einnig enski vængmaðurinn Jadon Sancho sem hefur náð sáttum við stjórann Erik ten Hag.

Ensku landsliðsmennirnir Kobbie Mainoo og Luke Shaw eru meðal átta leikmanna sem fara ekki í æfingaferðina þar sem leikmenn fá lengra frí eftir að hafa spilað á EM og Copa America.

United leikur gegn Arsenal í Los Angeles á laugardag og mun í ferðinni einnig leika gegn Real Betis og Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner