Jadon Sancho lék aftur fyrir Manchester United undir stjórn Erik ten Hag um helgina. Eitthvað sem fáir bjuggust við að sjá.
Sancho var í byrjunarliði United í vináttuleik gegn Rangers um helgina, sem Rauðu djöflarnir unnu 2-0, og Ten Hag hrósaði honum eftir leik, sagði að hann hefði spilað gríðarlega vel.
Sancho var lánaður til Borussia Dortmund í janúar eftir deilur við Ten Hag. En þeir áttu saman sáttafund í sumar og ákveðið var að grafa stríðsöxina. Þessi 24 ára leikmaður hefur æft með United síðan undirbúningstímabilið fór af stað.
Sancho var í byrjunarliði United í vináttuleik gegn Rangers um helgina, sem Rauðu djöflarnir unnu 2-0, og Ten Hag hrósaði honum eftir leik, sagði að hann hefði spilað gríðarlega vel.
Sancho var lánaður til Borussia Dortmund í janúar eftir deilur við Ten Hag. En þeir áttu saman sáttafund í sumar og ákveðið var að grafa stríðsöxina. Þessi 24 ára leikmaður hefur æft með United síðan undirbúningstímabilið fór af stað.
Þó sáttafundurinn hafi heppnasr vel þá er framtíð Sancho í óvissu. Franskir fjölmiðlar segja að Paris Saint-Germain hafi áhuga á að fá leikmanninn og gæti gert tilboð.
Ten Hag mun ekki ráða því einn hvort Sancho verði áfram eða verði seldur. Sá sem hefur mestu völd í þeim efnum er íþróttastjórinn Dan Ashworth.
Manchester United hefur verið orðað við tvo leikmenn PSG, Manuel Ugarte og Xavi Simons, og spurning hvort skiptidíll gæti verið í kortunum?
Athugasemdir