Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, varði tvö víti í leik HK og ÍA í Inkasso-deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: ÍA 0 - 0 HK
Hvernig var tilfinningin strax eftir leik?
„Hún er bara góð svona úr því hvernig leikurinn spilaðist. Að fá á sig tvö víti og halda hreinu, bara ánægður með þetta. Góð liðsvinna, siglum þessu saman heim."
Arnar Freyr varði, eins og fyrr segir, tvö víti í leiknum.
„Það er ekki oft sem það gerist. Ég sagði það í einhverju öðru viðtali hérna að þetta er samt í annað eða þriðja skipti sem mér tekst þetta. Mér tókst þetta einhverntímann þegar ég spilaði með Leikni í Lengjubikarnum eða eitthvað en þetta er alltaf jafn gaman."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir