Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 24. ágúst 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
49 einstaklingar hlaupa í minningu Baldvins
Mynd: N4 - Skjáskot
Minningarsjóður Baldvins Rúnarssonar hefur safnað hátt upp í 4 milljónir króna í sumar og munu 49 manns hlaupa í minningu hans í Reykjavíkurmaraþoninu í dag.

Það verður hægt að heita á hlauparana til miðnættis á mánudag og mun móðir Baldvins hlaupa 10 kílómetra. Hún er í 3. sæti yfir þá einstaklinga sem safnað hafa mestu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

Baldvin, sem var fyrst leikmaður og síðan þjálfari hjá Þór, tók sjálfur þátt í maraþoninu sumarið 2016 og safnaði meira en einni og hálfri milljón fyrir gott málefni.

Baldvin glímdi við krabbamein í mörg ár áður en hann lést í byrjun sumars, aðeins 25 ára að aldri.


Athugasemdir
banner
banner