Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 24. ágúst 2019 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Bury fær frest til þriðjudags
Mynd: BBC
Bury FC horfðist í augu við gjaldþrot og var við það að vera rekið úr ensku C-deildinni en hefur nú tíma til næsta þriðjudags til að bjarga sér.

Stjórn ensku neðri deildanna vildi sannanir fyrir því að fjárhagi félagsins væri hægt að bjarga og fékk Bury frest til miðnættis í gær til að veita þær sannanir.

Þegar Steve Dale, eiganda Bury, tókst ekki að veita fullnægjandi sannanir samþykkti hann að selja félagið. C&N Sporting Risk eru kaupendurnir og hafa nokkra daga til að bjarga félaginu frá gjaldþroti.

Bury byrjar með 12 mínusstig í C-deildinni og er dottið úr deildabikarnum eftir að hafa gefið leik gegn Sheffield Wednesday. Liðið er ekki búið að spila deildarleik þó að fjórar umferðir séu búnar af tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner