Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. ágúst 2019 23:50
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu fögnuðinn þegar Þróttur fór upp í Pepsi Max
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. komst upp í Pepsi Max-deild kvenna með auðveldum 0-4 sigri á útivelli gegn ÍA á föstudaginn.

Það ríkti mikil kátína í búningsklefanum eftir sigurinn á Akranesi og fögnuðu stelpurnar í liði Þróttar dátt.

Þróttur er að rúlla upp deildinni og er með 39 stig eftir 15 umferðir, með fjögurra stiga forystu á FH. Tindastóll kemur í þriðja sæti, ellefu stigum eftir Þrótti.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndband frá fagnaðarlátunum í klefa Þróttar eftir sigurinn.

Til gamans má geta að Þróttur var sleginn úr Mjólkurbikarnum á Skaganum í maí. Liðinu hefur farið mikið fram síðan þá.


Athugasemdir
banner
banner