Grindavík slátraði Dalvík/Reyni 7-1 á Dalvík í dag. Adam Árni Róbertsson skoraði tvö mörk fyrir Grindavík í leiknum en það fyrra var sérlega glæsilegt.
Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 1 - 7 Grindavík
„Hjólhestaspyrna. Grindvíkingar bæta við og það með engu smámarki. Eftir skothríð að marki D/R skýst boltinn upp í loft fyrir aftan Adam Árna sem gerir sér lítið fyrir og lyftir sér upp í hjólhest og nær hörkuskoti að marki. Boltinn í netið og staðan orðin 1-4! Frábært mark, svo ekki meira sé sagt," skrifaði Einar Kristinn Kárason sem textalýsti leiknum hér á Fótbolta.net.
Fleiri glæsileg mörk voru skoruð í leiknum en með sigrinum tryggði Grindavík sér áframhaldandi veru í Lengjudeildinni.
Athugasemdir