Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 24. september 2020 10:00
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi skoðar leik FH og Vals: Verður frábær auglýsing fyrir íslenskan fótbolta
Patrick Pedersen hefur verið heitur fyrir framan markið að undanförnu
Patrick Pedersen hefur verið heitur fyrir framan markið að undanförnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Siggi Raggi á von á hörkuleik
Siggi Raggi á von á hörkuleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH tekur á móti Val í leik sem verður aðeins lýst sem einum af stærstu leikjum tímabilsins í íslenskri knattspyrnu. Með sigri færist Valur stóru skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum en FH með sigri getur sett talsverða pressu á lærisveina Heimis Guðjónssonar í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Fótbolti.net fékk Sigurð Ragnar Eyjólfsson annan af þjálfurum Keflavíkur til að spá og spekúlera um leikinn.

Sjá einnig:
Óli Kalli má spila gegn Val ef FH borgar
Segir að FH þurfi að borga 5 milljónir fyrir að spila Óla Kalla
Líkleg byrjunarlið FH og Vals - Breytir Heimir listasýningarliðinu?
Innkastið setur saman sameiginleg byrjunarlið FH og Vals

Um FH: „FH hefur styrkt sig með mjög góðum leikmönnum og eru með mjög flotta blöndu í þjálfarateyminu með Eið Smára og Loga og hafa náð góðum sigrum undanfarið. Það er svo sannarlega margt jákvætt og spennandi að gerast hjá þeim. Þeir fara í þennan leik og samt hreinlega verða að vinna ef þeir ætla eitthvað að reyna að halda í Val. Fyrir deildina væri kannski best ef að FH næði að vinna til að halda einhverri smá spennu á toppnum.“

Um Val: „Valur er búið að vinna 9 leiki í röð í PepsiMax deildinni og nokkra þeirra með fáheyrðum yfirburðum svo þeir eru á mjög mikilli siglingu. Þeir eru langsterkasta liðið sem við Keflvíkingar mættum á þessu ári og við spiluðum við mörg PepsiMax lið í vetur og í byrjun sumars. Heimir hefur sett sitt handbragð á liðið og fáir kunna fagið sitt betur en hann í þessari deild, er með frábæran árangur sem þjálfari í efstu deild en alltaf með fæturnar á jörðinni, hrósar mótherjanum eftir alla leiki í viðtölum eftir að hafa sigrast á þeim og fókuserar bara á 3 stig í næsta leik.“

Spáin: „Ég er viss um að þetta verði frábær leikur og góð auglýsing fyrir íslenska knattspyrnu. Ef Valur vinnur þennan leik þá á ekkert lið séns á að ná þeim að mínu mati. Jafntefli væru allt í lagi úrslit fyrir Val en FH verður að vinna. Ég held þó að bæði liðin munu leika til sigurs."

„Ég á von á því að Heimir Guðjónsson muni fara í viðtal eftir leikinn og hrósa Eiði Smára, Loga Ólafs og sterku liði FH sem spilaði vel þennan dag og segja svo að þetta hafi verið góður leikur hjá Valsliðinu og mikilvæg 3 stig sem þeir náðu í en að mótið sé ekki búið fyrr en eftir síðasta leikinn. Ég spái að Valur vinni leikinn 2-0.“

Leikur FH og Vals hefst klukkan 16:15 í Kaplakrika og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.

BEINAR TEXTALÝSINGAR:
16:00 KA - HK
16:15 FH - Valur
16:15 Fjölnir - ÍA
16:15 KR - Grótta
19:15 Fylkir - Víkingur
19:15 Breiðablik - Stjarnan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner