Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. september 2020 12:32
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið FH og Vals - Breytir Heimir listasýningarliðinu?
Kemur Baldur Sigurðsson inn í byrjunarlið FH?
Kemur Baldur Sigurðsson inn í byrjunarlið FH?
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals.
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir mætir sínu fyrrum félagi.
Heimir mætir sínu fyrrum félagi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvö efstu lið Pepsi Max-deildarinnar, FH og Valur, eigast við klukkan 16:15 í Kaplakrika á morgun. FH-ingar þurfa á sigri að halda til að búa til einhverja smá spennu í titilbaráttunni en Valur nær ellefu stiga forystu með sigri.

Bæði lið hafa verið á flottu skriði að undanförnu og má búast við skemmtilegum fótboltaleik. En hvernig verða byrjunarliðin?

Spilar Ólafur Karl Finsen?
Hjá FH-ingum er Ólafur Karl Finsen á lánssamningi frá Val. Hann má spila með FH í toppslagnum en þá þarf Hafnarfjarðarfélagið að borga Val ákveðna upphæð, sem er sögð vera 5 milljónir.

Fótbolti.net spáir því að FH muni ekki opna veskið og því þurfi Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen að gera breytingu á byrjunarliði sínu frá 4-1 sigri gegn Fylki í síðustu umferð.

Baldur Sigurðsson kæmi þá mögulega inn á miðjuna og Þórir Jóhann Helgason færist á vænginn.



Heldur Heimir sig við listasýningarliðið?
Valsmenn rúlluðu á magnaðan hátt yfir Stjörnuna í síðasta leik og voru 5-0 yfir í hálfleik, unnu á endanum 5-1. Frammistöðunni var líkt við listasýningu. Fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson og sóknarmiðjumaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson tóku út leikbann í þeim leik.

Mun Heimir halda sig við sama byrjunarlið eða koma Haukur og Kristinn inn í liðið?

Fótbolti.net spáir því að tvímenningarnir komi báðir inn enda má búast við allt öðruvísi leik. Leikið er á Kaplakrikavelli og fyrirfram teljast jafntefli fín úrslit fyrir Val.

Kaj Leo í Bartalsstovu og Einar Karl Ingvarsson gætu þurft að sætta sig við að fara á bekkinn. Sigurður Egill Lárusson spilaði á miðjunni gegn Stjörnunni en fer líklega aftur á vænginn.



fimmtudagur 24. september
16:00 KA-HK (Greifavöllurinn)
16:15 FH-Valur (Kaplakrikavöllur)
16:15 KR-Grótta (Meistaravellir)
16:15 Fjölnir-ÍA (Extra völlurinn)
19:15 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)
19:15 Fylkir-Víkingur R. (Würth völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner