Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   fös 24. september 2021 23:40
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær telur að Ronaldo spili fram yfir fertugt
Ole Gunnar Solskjær og Cristiano Ronaldo
Ole Gunnar Solskjær og Cristiano Ronaldo
Mynd: EPA
Það kæmi Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, ekki á óvart ef Cristiano Ronaldo myndi spila fram yfir fertugt.

Ronaldo er 36 ára gamall og er enn í fullu fjöri. Hann er með 4 mörk í 3 leikjum frá því hann kom frá Juventus undir lok gluggans en portúgalski leikmaðurinn hugsar einstaklega vel um sig.

Hann lætur ekki hvað sem er ofan í sig og heldur sér í ótrúlegu formi.

„Ég yrði ekkert hissa ef ég myndi sjá hann spila eftir fertugsaldurinn, bara alls ekki. Sjáðu bara hvernig hann hugsar um sig, það er lykillinn að öllu og auðvitað genin líka. Það hljóta að vera einhver gen!"

„Hann hefur lagt hverja einustu ögn af orku og framlagi í að verða að þeim leikmanni sem hann er í dag. Í fyrsta lagi á hann skilið allt hrós fyrir formið sem hann er í dag en sérstaklega þó, eftir að hafa afrekað allt sem hann hefur afrekað, að hafa enn hungrið."

„Hugarfarið hans er eins og það á að vera og þessi þrá sem er innra með honum. Hann heldur áfram að spila þangað til lappirnar eða hausinn á honum segja bara: „Nei, núna hef ég gefið allt mitt"."
sagði Solskjær um Ronaldo.

Portúgalinn verður væntanlega í liði United gegn Aston Villa á Old Trafford á morgun.
Athugasemdir
banner
banner