Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. september 2021 15:45
Brynjar Ingi Erluson
Víkingar setja upp bretti til að bæta aðstöðu áhorfenda
Það verður fullur völlur og aðsóknarmet líklega slegið þegar Víkingur mætir Leikni
Það verður fullur völlur og aðsóknarmet líklega slegið þegar Víkingur mætir Leikni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar eru á fullu að undirbúa Víkingsvöll fyrir síðasta leik umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla en það eru góðar líkur á því að bikar fari á loft í Víkinni á morgun.

Liðið er í efsta sæti deildarinnar með 45 stig, einu stigi meira en Breiðablik sem tapaði fyrir FH í síðustu umferð. Víkingur vann KR á sama tíma eftir hádramatískar lokamínútur þar sem Ingvar Jónsson varði víti á síðustu sekúndunum.

Víkingar hafa verið að undirbúa Víkina í þessari viku og greindu meðal annars frá því að áhorfendur þyrftu að fara í hraðpróf fyrir kórónaveirunni til að eiga möguleika á að fara á völlinn.

Nú er félagið búið að setja upp bretti til að bæta aðstöðu áhorfenda en útlit er fyrir að aðsóknarmet verður slegið.

Víkingur spilar við Leikni R. en á sama tíma mætir Breiðablik liði HK á Kópavogsvellinum.


Athugasemdir
banner