Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 24. september 2022 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal ætlar að kaupa Vlahovic og Miretti í janúar
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA

Slúðrið er mætt til að gleðja fótboltaþyrsta lesendur í miðri landsleikjagúrku þar sem stærstu þjóðir Evrópu berjast um Þjóðadeildina á meðan stærstu þjóðir Suður-Ameríku spila æfingaleiki. Í slúðurpakka dagsins má finna sérstaklega mikið um Arsenal og Juventus.



Arsenal gæti verið að krækja í Dusan Vlahovic, 22, og Fabio Miretti, 19, frá Juventus fyrir rétt rúmlega 100 milljónir punda. (Sun)

Arsenal hefur einnig sett sig í samband við Eintracht Frankfurt varðandi danska kantmanninn Jesper Lindström, 22 ára. (Daily Mail)

AS Roma ætlar að krækja í Trevoh Chalobah, 23, frá Chelsea í janúar. (Corriere dello Sport)

Juventus er að íhuga kaup á Adama Traore, 26 ára kantmanni Wolves, í janúar. (Birmingham Mail)

Juve hefur einnig áhuga á Antoine Griezmann (31), Marco Asensio (26) og Christian Pulisic (24). (Football Italia)

Barcelona vill ólmt losna við Griezmann, sem er á láni hjá Atletico Madrid, og er reiðubúið til að samþykkja 25 milljónir evra fyrir franska framherjann. (Daily Mail)

Chelsea og Arsenal höfðu bæði sett sig í samband við Everton áður en Tottenham gekk frá kaupunum á Richarlison, 25. (Goal)

Franska félagið Nice segir ekki rétt að Mauricio Pochettino sé efstur á óskalistanum yfir næsta þjálfara. Scott Parker, sem var rekinn frá Bournemouth á dögunum, er talinn vera ofarlega á listanum. (Sun)

Liverpool er komið í samningsviðræður við Naby Keita, 27, og býst við að framlengja án vandræða. (Football Insider)

Newcastle hefur áhuga á James Maddison, 25 ára sóknartengiliði Leicester, í janúar. Hann yrði ekki ódýr. (Leicester Mercury)

Denis Zakaria, 25 ára miðjumaður svissneska landsliðsins á láni hjá Chelsea, segir að Liverpool hafi einnig reynt að krækja í sig í sumar. Zakaria er á láni frá Juventus og endaði Liverpool á að sækja liðsfélaga hans Arthur Melo til að fylla uppí miðjuna hjá sér. (Blick)

Arsenal, Chelsea, Liverpool og Manchester City hafa öll áhuga á Alex Baena, 21 árs miðjumanni Villarreal og spænska landsliðsins með 35 milljón evra söluákvæði. (Sport)

Chelsea og Man City hafa einnig áhuga á Rafael Leao, 23 ára kantmanni AC Milan sem var valinn besti leikmaður Serie A á síðustu leiktíð. Milan vill meira en 100 milljónir evra til að selja hann. (Manchester Evening News)

Antonio Conte er opinn fyrir því að taka aftur við Juventus á þessu tímabili ef Massimiliano Allegri verður rekinn. Hann myndi yfirgefa Tottenham fyrir Juve. (Star)

Eden Hazard er ekki ánægður með stöðu sína hjá Real Madrid og vill fá meiri spiltíma fyrir HM í Katar. (ESPN)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner