Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 14:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Kristins: Veit ekkert um þetta mál
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var í gær orðaður við Val í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið.

„Ég hef ekkert að segja nema að ég veit ekkert um þetta mál," sagði Rúnar við Fótbolta.net í dag og hafði ekki áhuga á að ræða málið frekar.

Í samtölum við Fótbolta.net í gær sögðu Framarar frá því að Valsmenn hefðu ekki sett sig í samband við félagið varðandi mögulegar viðræður við Rúnar og formaður knattspyrnudeildar, Guðmundur Torfason, sagði að enginn fótur væri fyrir þessum sögusögnum.

„Maður er að heyra sögur af Rúnari Kristins að Valsarar séu búnir að pota í hann, búnir að athuga hvort hann hafi áhuga á að taka við liðinu," sagði Albert Brynjar Ingason í þættinum sínum í gær.

Rúnar skrifaði undir þriggja ára samning við Fram þegar hann var ráðinn fyrir ellefu mánuðum síðan. Þar á undan hafði Rúnar stýrt KR þar sem hann vann mjög gott starf. Valur situr í þriðja sæti Bestu deildarinnar og Fram er í því sjöunda.

Srdjan Tufegdzic, Túfa, er þjálfari Vals og gerði hann þriggja ára samning við félagið í ágúst.
Athugasemdir
banner
banner