Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
   mið 24. september 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Frí rútuferð frá Ólafsvík og upphitun í Þróttaraheimilinu
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Úrslitaleikur Fótbolta.net bikarsins fer fram á Laugardalsvelli á föstudaginn klukkan 19:15.

Víkingur Ólafsvík spilar þar við Tindastól og er frí rútuferð í boði fyrir stuðningsmenn. Það eru Breiðavík ehf. og Fiskmarkaður Snæfellsbæjar sem bjóða upp á ferðina.

Rútan skutlar stuðningsmönnum í Þróttaraheimilið þar sem hitað verður vel upp fyrir leikinn. Þá verður trúbador á svæðinu til að halda fjörinu uppi og einnig verða afþreyingar fyrir börn.

Ólsarar fóru í gegnum Elliða, Reyni Sandgerði, KFA og Gróttu til að koma sér í úrslitaleikinn. Síðustu tveir leikirnir gegn KFA og Gróttu voru sérstaklega spennandi og fóru alla leið í vítaspyrnukeppni eftir framlengingu.


Athugasemdir
banner