Como, Parma og Venezia eru öll komin áfram í 16-liða úrslit ítalska bikarsins.
Bjarki Steinn Bjarkason, sem hefur spilað stóra rullu hjá Venezia á tímabilinu, sat allan tímann á varamannabekknum er liðið lagði Verona eftir vítakeppni.
Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og var farið beint í vítakeppni þar sem Venezia skoraði úr öllum fimm spyrnum sínum á meðan Verona klikkaði á einni spyrnu.
Venezia heimsækir Inter í 16-liða úrslitum bikarsins.
Parma vann þá Spezia eftir æsispennandi leik á Stadio Ennio Tardini-leikvanginum í Parma.
Parma komst í tvígang yfir í leiknum, en í Spezia kom til baka. Elia Plicco, leikmaður Parma sá rautt spjald á 76. mínútu og tólf mínútum síðar tókst Gianluca Lapadula að skjóta Spezia í vítakeppni.
Heimamenn skoruðu úr fjórum spyrnum en gestirnir frá La Spezia aðeins þremur og því Parma sem fer áfram í næstu umferð þar sem það mætir Bologna.
Leikur Como og Sassuolo var allt öðruvísi en þar lönduðu heimamenn í Como 3-0 sigri þar sem Jesus Rodriguez skoraði tvennu og Anastasios Douvikas eitt mark.
Como mætir Alberti Guðmundssyni og félögum í Fiorentina í 16-liða úrslitum.
Úrslit og markaskorarar:
Parma 2 - 2 Spezia (4-3 eftir vítakeppni)
1-0 Sascha Britschgi ('26 )
1-1 Giuseppe Aurelio ('44 )
2-1 Mateo Pellegrino ('45 )
2-2 Gianluca Lapadula ('82 )
Rautt spjald: Elia Plicco, Parma ('76)
Verona 0 - 0 Venezia (4-5 eftir vítakeppni)
Como 3 - 0 Sassuolo
1-0 Jesus Rodriguez ('2 )
2-0 Anastasios Douvikas ('24 )
3-0 Jesus Rodriguez ('41 )
Athugasemdir