Heimild: Íslendingavaktin

Logi skoraði í tapi gegn Panathinaikos í forkeppni Evrópudeildarinnar. Hann er núna kominn með sína fyrstu stoðsendingu fyrir félagið.
Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson er að gæra frábæra hluti með Samsunspor í Tyrklandi.
Hann er mikilvægur hlekkur í liði Samsunspor sem situr í fjórða sæti tyrknesku deildarinnar, með 11 stig eftir 6 umferðir.
Logi lék allan leikinn í 3-2 sigri gegn Karagümrük um helgina og átti stoðsendingu sem skilaði sigurmarkinu í uppbótartíma eftir flottan sprett upp vinstri vænginn án boltans. Hann lagði upp fyrir Anthony Musaba, fyrrum leikmann Sheffield Wednesday.
Hann var fyrir vikið valinn í lið umferðarinnar af fjölmörgum miðlum í Tyrklandi, þar á meðal stórmiðlinum beIN SPORTS.
Samsunspor heimsækir Gaziantep um næstu helgi og fer svo til Póllands að spila við Legia í Varsjá í fyrstu umferð í Sambandsdeildinni.
Athugasemdir