lau 24. október 2020 10:10
Aksentije Milisic
Arteta: Ekki hissa á að Aubameyang sé gagnrýndur
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að það eigi ekki að koma á óvart að fyrirliði liðsins, Pierre-Emerick Aubameyang, hafi verið gagnrýndur undanfarið vegna þess að fólk býst við marki frá honum í hverjum leik.

Aubameyang skaut á gagnrýnisraddir á samskiptamiðlum um daginn en honum hefur gengið illa að skora eftir að hann skrifaði undir nýjan samning þar sem hann fær yfir 350 þúsund pund á viku.

„Mikið bla bla bla. Við tölum í lokin, eins og venjulega", skrifaði Aubameyang.

Aubameyang skoraði síðan sigurmark Arsenal í Evrópudeildinni gegn Rapid Vín þar sem hann kom inn á sem varamaður á fimmtudeginum síðasta.

„Fólk býst við því að hann skori í hverjum einasta leik því hann er leikmaður í þannig gæðaflokki. Því hafa gagnrýnisraddirnar ekki komið mér á óvart," sagði Arteta.

„Fólk mun búast við því frá honum í framtíðinni. Við erum hér til þess að hjálpa honum með það og við munum styðja við bakið á honum þegar erfiðir tímar komar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner