PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   lau 24. október 2020 18:13
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Liverpool og Sheffield: Diogo Jota og Brewster byrja
Alisson kominn aftur
Englandsmeistarar Liverpool taka á móti Sheffield United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Diogo Jota byrjar í sóknarsinnuðu liði heimamanna þar sem hann mun spila í afar öflugri sóknarlínu ásamt Sadio Mane, Mohammed Salah og Roberto Firmino.

Í sóknarlínu gestanna má finna Rhian Brewster sem er nýkominn til Sheffield frá Liverpool fyrir rúmlega 20 milljónir punda. Þetta verður fyrsti byrjunarliðsleikur Brewster með Sheffield en hann spilaði 27 mínútur í jafntefli gegn Fulham um síðustu helgi.

Ekki er mikið um nýjungar í byrjunarliðunum en ljóst er að þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið sem þurfa að safna stigum hið snarasta. Liverpool fyrir titilbaráttuna og Sheffield fyrir fallbaráttuna.

Alisson er kominn aftur á milli stanga Liverpool eftir meiðsli. Hann átti ekki að snúa aftur fyrr en í nóvember.

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Fabinho, Gomez, Robertson, Henderson, Wijnaldum, Jota, Mane, Salah, Firmino
Varamenn: Adrian, Milner, Jones, Minamino, Shaqiri, Phillips, N.Williams

Sheffield Utd: Ramsdale, Baldock, Basham, Egan, Ampadu, Stevens, Lundstram, Berge, Osborn, McBurnie, Brewster
Varamenn: Verrips, Norwood, Sharp, Robinson, Jagielka, Burke, McGoldrick
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
7 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
8 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
9 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
10 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner