Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 24. október 2021 12:53
Brynjar Ingi Erluson
Beckham verður andlit HM í Katar - 150 milljón punda samningur
Mynd: Getty Images
David Beckham, eigandi Inter Miami í MLS-deildinni, verður andlit HM í Katar á næsta ári, en það er Sun sem greinir frá þessu.

Beckham átti glæstan knattspyrnuferil þar sem hann lék með Manchester United, Real Madrid, Los Angeles Galaxy, Milan og Paris Saint-Germain, auk þess sem hann var fyrirliði enska landsliðsins.

Englendingurinn hefur aldrei átt í vandræðum þegar það kemur að því landa stórum auglýsingasamningum og er hann nú að gera risasamning við Katar um að vera sendiherra næstu tíu árin.

Samkvæmt Sun verður Beckham andlit HM í Katar á næsta ári en það verður tilkynnt í næsta mánuði. Samningurinn er 150 milljón punda virði þar sem hann þénar 15 milljónir punda á ári næstu tíu árin.

Hann flaug til Doha fyrr í þessum mánuði til að skoða vellina og fara yfir helstu atriði samningsins en hann þykir þó afar umdeildur.

Katar hefur verið gagnrýnt af mannréttindasamtökunum Amnesty International vegna brota þeirra á mannréttindum vinnufólks og viðhorfi þeirra gagnvart samkynhneigðum og konum. Beckham fékk þó loforð um það að öryggi þeirra verði tryggt á mótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner