Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 24. október 2022 12:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Kalli hættur í Stjörnunni af persónulegum ástæðum
Óli Kalli í leik í sumar.
Óli Kalli í leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Karl Finsen hefur ekki verið í leikmannahópi Stjörnunnar í undanförnum tveimur leikjum. Hann er hættur af persónulegum ástæðum. Frá þessu greinir Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við 433.is í dag.

Ágúst greinir einnig frá því að Stjarnan skoði að fá Heiðar Ægisson aftur í sínar raðir en hann rifti samningi sínum við Val á dögunum. Stjarnan vill þá halda Þórarni Inga Valdimarssyni sem er að renna út á samningi.

Óli Kalli er uppalinn í Stjörnunni og varð hann Íslandsmeistari með liðinu ári 2014. Ljóst er að hann verður ekki með liðinu á næsta tímabili. Samningur hans átti að renna út eftir tímabilið.

Hann kom aftur í Stjörnuna frá Val fyrir tímabilið 2021. Tímabilin 2018-19 var hann á Hlíðarenda og seinni hluta tímabilsins 2020 var hann á láni frá Val frá FH.

Óli Kalli hefur leikið með AZ Alkmaar, Selfossi, Sandnes Ulf, Val og FH auk Stjörnunnar á ferlinum. Á þessu tímabili hefur hann komið við sögu í sautján deildarleikjum og skorað eitt mark.
Athugasemdir
banner