Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 24. nóvember 2019 20:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sheffield United var eins og Barcelona"
Sheffield gerði 3-3 jafntefli við Manchester United.
Sheffield gerði 3-3 jafntefli við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Graeme Souness.
Graeme Souness.
Mynd: Getty Images
Graeme Souness, fyrrum leikmaður og stjóri Liverpool, vill fá ársmiða hjá Sheffield United eftir að hafa séð 3-3 jafntefli þeirra gegn Manchester United.

Sjá einnig:
England: Sheffield United jafnaði í lokin eftir endurkomu Man Utd

Sheffield United komst í 2-0 með mörkum frá John Fleck og Lys Mousset. United kom til baka og komst í 3-2, en Oli McBurnie jafnaði aftur í uppbótartíma.

Sheffield United var betri aðilinn nánast allan leikinn, en United skoraði sín þrjú mörk á sjö mínútna kafla.

Souness vinnur sem sérfræðingur á Sky Sports og hann var hrifinn af því sem hann sjá.

Souness sagði: „Það er mjög að horfa á þá. Í 70 mínútur naut ég þess mjög að hrofa á þá spila."

„John Fleck sagði í viðtali sínu að þeir væru ekki með eins mikil gæði og önnur lið. Ég er því ósammála vegna þess að þeir spiluðu langt á réttum tímum, og á ákveðnum tímum voru þeir eins og Barcelona í þröngum svæðum."

„Þeir eru með mikil gæði, þeir eru með það í alvöru."

Hann bætti við: Þegar þú kemur hingað, þá þarftu að vera tilbúinn að berjast við þá ef þú vilt halda þér inn í leiknum. Þeir fara á eftir þér líkamlega."

„Það var einu sinni sagt að þú þarft að berjast fyrir réttinum til að spila. Það er ekki lengur í leiknum út af völlunum og dómurunum, en með þetta Sheffield United lið, þú þarft að berjast við þá."

„Manhester United mætti ekki til klukkutíma. Þeir héldu að þeir gætu komið og átt góðan leik gegn slakara liði. Þeir áttu ekki séns. Þeir voru í aukahlutverki allan leikinn."

„Það var aðeins þegar Sheffield United fór að þreytast og Manchester United skoraði frábært mark, að þeir komust inn í leikinn. Ég held að það hefði verið mjög ósanngjarnt ef Sheffield United hefði ekkert fengið út úr leiknum."

Sheffield United eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni, en þeir hafa komið mjög á óvart. Sheffield United er í sjötta sæti með 18 stig eftir 13 leiki.
Athugasemdir
banner
banner