Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 24. nóvember 2019 18:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Sheffield United jafnaði í lokin eftir endurkomu Man Utd
Rashford fagnar marki sínu.
Rashford fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
McBurnie jafnaði.
McBurnie jafnaði.
Mynd: Getty Images
Sheffield Utd 3 - 3 Manchester Utd
1-0 John Fleck ('19 )
2-0 Lys Mousset ('52 )
2-1 Brandon Williams ('72 )
2-2 Mason Greenwood ('77)
2-3 Marcus Rashford ('79 )
3-3 Oli McBurnie ('90)

Leikur Sheffield United og Manchester United einkenndist af gríðarlegri dramatík.

Nýliðar Sheffield United, sem hefur verið spútniklið ensku úrvalsdeildarinnar til þessa, var mikið betra liðið í fyrri hálfleiks og komst yfir á 19. mínútu. John Fleck skoraði þá eftir að Lys Mousset fór illa með Phil Jones.

Í upphafi seinni hálfleiks komst heimamenn í 2-0 þegar Lys Mousset, sem átti stóran þátt í markinu í fyrri hálfleiknum, skoraði eftir að Andreas Pereira missti boltann á miðjum vellinum.

Hreint út sagt ömurlegt frammistaða United og það benti lítið annað til þess en að sigurinn yrði heimamanna frá Sheffield.

Á 72. mínútu skoraði hins vegar bakvörðurinn Brandon Williams með góðu skoti og minnkaði muninn. United hafði lítið gert áður en William skoraði.

Markið gaf United byr undir báða vængi og jafnaði hinn efnilegi Mason Greenwood á 77. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði svo Marcus Rashford.


Öll þrjú mörk gestanna voru skoruð af leikmönnum sem hafa komið upp úr akademíu félagsins.
Stórkostleg endurkoma hjá Manchester United, en gestirnir náðu ekki að landa sigrinum þar sem Oli McBurnie skoraði í uppbótartímanum.

Markið var skoðað í VAR, en það var dæmt gilt. Harry Maguire, fyrirliði Man Utd, vildi fá dæmda hendi á McBurnie.

Lokatölur 3-3 í þessum ótrúlega leik. Sheffield United fer upp í sjötta sætið og er Man Utd með stigi minna í níunda sæti.

Athugasemdir
banner
banner
banner