Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 24. nóvember 2019 22:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Sevilla upp í þriðja sæti - Aspas og Joselu með tvö
Ever Banega.
Ever Banega.
Mynd: Getty Images
Aspas skoraði tvennu.
Aspas skoraði tvennu.
Mynd: Getty Images
Sevilla kom sér upp í þriðja sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, í kvöld með naumum sigri á Real Valladolid, félagi sem er í eigu brasilísku goðsagnarinnar Ronaldo.

Ever Banega skoraði eina mark leiksins af vítapunktinum á 13. mínútu. Landi Banega frá Argentínu, Lucas Ocampos,fékk annað gula spjald sitt og þar með rautt þegar lítið var eftir. Sevilla náði þrátt fyrir það að landa sigrinum.

Í öðrum leikjum kvöldsins unnu Eibar og Celta sigra. Joselu, fyrrum sóknarmaður Newcastle, skoraði bæði mörk Alaves í 2-0 sigri á Eibar. Þá fór Celta á heimavöll Villarreal og vann 3-1. Iago Aspas, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði tvö af mörkum Celta.

Þetta var þriðji sigur Celta á tímabilinu og er liðið í 18. sæti, Villarreal í 12. sætinu. Alaves er í 13. sæti og Eibar í 16. sæti.

Eibar 0 - 2 Alaves
0-1 Joselu ('85 )
0-2 Joselu ('90 )

Villarreal 1 - 3 Celta
0-1 Pione Sisto ('54 )
1-1 Samuel Chimerenka Chukweze ('59 )
1-2 Iago Aspas ('80 )
1-3 Iago Aspas ('90 )

Valladolid 0 - 1 Sevilla
0-1 Ever Banega ('13 , víti)
Rautt spjald:Lucas Ocampos, Sevilla ('90)

Önnur úrslit:
Spánn: Mikilvægur útisigur Bilbao

Diego ekki í hóp
Diego Jóhannesson var ekki í hóp í 3-1 tapi Real Oviedo gegn Las Palmas. Hann er ekki inn í myndinni hjá þjálfaranum og gæti reynt að finna sér nýtt félag í janúar. Oviedo er í 13. sæti B-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner