Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   þri 24. nóvember 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Alen Halilovic til Birmingham (Staðfest)
Birmingham hefur fengið króatíska miðjumanninn Alen Halilovic í sínar raðir.

Halilovic var félagslaus eftir að hann rifti samningi sínum hjá AC Milan í síðasta mánuði.

Hinn 24 ára gamli Halilovic var á sínum tíma á mála hjá Barcelona en hann hefur ekki náð sömu hæðum á ferlinum og vonast hafði verið til.

Aitor Karanka, stjóri Birmingham, hefur nú krækt í leikmanninn.

Birmingham er sem stendur í 17. sæti í Championship deildinni.
Athugasemdir
banner
banner