þri 24. nóvember 2020 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Haaland tekur fram úr Ronaldo Nazario
Haaland elskar Meistaradeildina.
Haaland elskar Meistaradeildina.
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland elskar að spila í Meistaradeildinni.

Hann er búinn að skora tvisvar í kvöld fyrir Borussia Dortmund sem er að vinna sigur á Club Brugge á heimavelli.

Þessi tvítugi Norðmaður er búinn að skora 16 mörk í 12 leikjum í Meistaradeildinni.

Hann er langfljótastur í sögunni til að skora 15 mörk í keppninni og núna er hann búinn að komast fram úr brasilíska Ronaldo sem skoraði 14 mörk í keppninni. Hann er meira að segja kominn tveimur mörkum fram úr honum eftir seinna mark sitt í kvöld.

Haaland hefur skorað átta af mörkum sínum fyrir austurríska félagið Salzburg og sex fyrir Dortmund. Honum hefur aðeins mistekist að skora í tveimur leikjum í keppninni.

Haaland elskar Meistaradeildina og ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano elskar Haaland. Romano fjallar eiginlega eingöngu um félagaskiptafréttir á samfélagsmiðlinum Twitter, en stundum skrifar hann líka um Haaland.


Athugasemdir
banner
banner
banner