Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 24. nóvember 2021 23:32
Brynjar Ingi Erluson
„PSG vinnur ekki Meistaradeildina ef aðeins sjö menn sinna varnarvinnunni"
Mynd: EPA
Paris Saint-Germain hefur ekki unnið í síðustu fjórum útileikjum liðsins en það tapaði fyrir Manchester City, 2-1, í A-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld.

Þrátt fyrir að Kylian Mbappe hafi komið liðinu yfir í byrjun síðari hálfleiks þá var Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, ekkert sérstaklega hrifinn af frammistöðu þeirra.

Raheem Sterling og Gabriel Jesus sáu til þess að City færi með sigur af hólmi en Carragher segir að PSG-liðið eigi aldrei eftir að vinna Meistaradeildina ef þeir halda áfram að verjast með aðeins sjö mönnum.

„Ég ótrúlega ánægður að sjá Man City vinna PSG í kvöld því það sýndi að það skiptir ekki máli hvaða ofurstjörnur þú ert með í liðinu þá getur þú ekki verið að bera einhverja farþega varnarlega. PSG getur ekki unnið Meistaradeildina þegar aðeins sjö leikmenn verjast," sagði Carragher.

Kylian Mbappe, Lionel Messi og Neymar höfðu lítinn áhuga á því að verjast í leiknum og hreyfðu sig varla fyrr en boltinn var kominn á síðasta þriðjung vallarins. Mikið áhyggjuefni fyrir PSG og Mauricio Pochettino.
Athugasemdir
banner
banner
banner