Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   fim 24. nóvember 2022 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Sviss og Kamerún: Ungstirnið Okafor á bekknum
Noah Okafor.
Noah Okafor.
Mynd: Getty Images
Fyrsti leikur dagsins á HM þennan fimmtudaginn er leikur Sviss og Kamerún í G-riðlinum. Er þetta fyrsti leikurinn í þeim riðli en Brasilía og Sviss mætast svo í kvöld.

Sjá einnig:
Siggi Helga spáir í Sviss - Kamerún

Granit Xhaka og Xherdan Shaqiri eru stærstu stjörnurnar í liði Sviss og þeir byrja báðir.

Noah Okafor, sóknarmaður Salzburg, var á lista sem birtist á síðunni í gær yfir ungstirni til að fylgjast með á mótinu. Hann byrjar ekki hjá Sviss í þessum leik. Ruben Vargas, leikmaður Augsburg, og Breel Embolo, sem leikur með Mónakó, fá kallið í staðinn.

Hjá Kamerún ber helst að fylgjast með Eric Maxim Choupo-Moting, sóknarmanni Bayern München. Samuel Eto'o, forseti fótboltasambandsins í Kamerún, spáir því að sitt lið fari alla leið en á pappír er þetta lið sem endar á botni riðilsins. En sem betur fer fyrir Kamerún er fótbolti ekki spilaður á pappír.

Byrjunarlið Sviss: Sommer; Widmer, Elvedi, Akanji, Rodríguez; Xhaka, Freuler, Sow; Embolo, Shaqiri, Vargas.

Byrjunarlið Kamerún: Onana; Tolo, Nkoulou, Castelletto, Fai; Gouet, Hongla, Zambo Anguissa; Mbeumo, Choupo Moting, Toko Ekambi.

Sjá einnig:
HM í dag - Ronaldo og Brassarnir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner