Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   fim 24. nóvember 2022 15:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
„Sagði þá að ég myndi alltaf koma aftur í þjálfun á réttum tímapunkti"
Vigfús Arnar Jósepsson.
Vigfús Arnar Jósepsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikill Leiknismaður.
Mikill Leiknismaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir féll úr Bestu deildinni í sumar en stefnir þangað aftur.
Leiknir féll úr Bestu deildinni í sumar en stefnir þangað aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér líst mjög vel á þetta, ég er mjög spenntur," segir Vigfús Arnar Jósepsson, nýráðinn þjálfari Leiknis, í samtali við Fótbolta.net.

Vigfús Arnar, sem er goðsögn hjá Leikni, tekur við af Sigurði Heiðari Höskuldssyni og skrifaði hann undir tveggja ára samning sem gildir út keppnistímabilið 2024.

Leiknismenn leika í Lengjudeildinni næsta sumar eftir að hafa fallið úr Bestu deildinni og verður spennandi að sjá hvort Breiðhyltingum takist að koma sér beint aftur upp í deild þeirra bestu.

„Þetta verður krefjandi verkefni líka. Liðið var að falla niður um deild og það er áskorun að byrja svona nýtt verkefni. Við erum að vinna í leikmannamálunum og finna hópinn okkar. Við viljum halda þeim sterka kjarna sem við höfum en það er ljóst að það verður líka að vera endurnýjun. Við erum að vinna í þeim málum núna."

Leiknir tók sér fínan tíma í að ráða þjálfara. Ejub Purisevic var mikið orðaður við starfið en að lokum var Vigfús Arnar ráðinn.

„Stjórnin talaði við mig eftir að Siggi tilkynnti þeim að hann væri að fara. Þeir spurðu hvort ég hefði áhuga á því að taka við liðinu. Á þeim tíma sagði ég: 'Já'. Svo leið einhver tími og stjórnin hefur þá væntanlega hugsað sín mál. Þegar þetta fór á fullt þá vorum við fljótir að ganga frá þessu."

Alltaf langað að þjálfa
Vigfús, eða Fúsi eins og hann er kallaður, er mikill Leiknismaður. Hann er fyrrum leikmaður liðsins og einnig hefur hann þjálfað liðið áður. Hann gerði það 2018 og stýrði hann liðinu frá fallsvæðinu í næst efstu deild. Honum bauðst að halda áfram með liðið þá en tók því ekki þá.

„Ég hef gríðarlegan áhuga á fótbolta og mig hefur alltaf langað að þjálfa. Ég var að þjálfa Leikni 2018 sem aðstoðarþjálfari og tók svo við sem aðalþjálfari þá. Eftir það tímabil ákvað ég að stíga til hliðar. Ég sagði þá að ég myndi alltaf koma aftur í þjálfun á réttum tímapunkti. Siggi hringdi í mig í sumar og bað mig um að koma inn í teymið. Þá fann ég að löngunin var það mikil að mig langaði að henda mér í þetta af fullum krafti."

Hann bætti líka við: „Vinnuhagir og fjölskylduhagir pössuðu líka betur núna. Börnin eru orðin eldri og meira sjálfbjarga. Hlutir í mínu lífi féllu betur með þjálfuninni núna. Auðvitað þurfti ég að semja við betri helminginn að það yrði þokkalegt álag á fjölskyldulífið en hún styður mig í þessu. Það er gott mál."

Ætlum að halda áfram á þeirri vegferð
Fúsi er í öðru starfi með. Hvernig mun ganga að samtvinna störfin tvö?

„Það á eftir að koma í ljós. Ég var skýr með það frá upphafi að ég þyrfti að fá góðan mann með mér. Donni (Halldór Geir Heiðarsson) verður með mér í fullu starfi. Ég mun minnka við mig í mínu starfi. Við ætlum að sinna þessu vel og hafa mjög metnaðarfullt og ögrandi umhverfi fyrir leikmennina. Við ætlum að gera þetta í Bestu deildar klassa. Leiknir hefur spilað þrisvar í efstu deild á síðustu átta keppnistímabilum. Við teljum okkur vera eitt af stærri félögum í landinu. Við ætlum að halda áfram á þeirri vegferð, halda áfram að bæta okkur."

Fúsi segir að Leiknir eigi heima í efstu deild og er stefnan sett þangað. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem nýráðinn þjálfari Leiknis ræðir frekar um leikmannamál félagsins og einnig um það hvernig fótbolta hann vill spila.
Athugasemdir
banner
banner