Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. janúar 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fjarskiptafyrirtækið 3 nýr styrktaraðili Chelsea
Mynd: 3
Chelsea er búið að skrifa undir auglýsingasamning við fjarskiptafyrirtækið 3 sem verður aðalstyrktaraðili framan á treyjum félagsins.

Merki fyrirtækisins verður á treyjum aðalliðs Chelsea, kvennaliðsins og akademíuliðanna.

3 tekur við af Yokohama sem gerði fimm ára samning við Chelsea sumarið 2015. Sá samningur var 200 milljón punda virði.

Ekki er ljóst hversu mikið 3 borgar en verðmætasti treyjusamningurinn er sá sem Manchester United er með við Chevrolet. Bílaframleiðandinn greiðir 53 milljónir punda á ári til Rauðu djöflanna.
Athugasemdir
banner
banner