banner
   lau 25. janúar 2020 12:41
Ívan Guðjón Baldursson
Fótbolta.net mótið: Blikar skoruðu fjögur gegn FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 1 - 4 Breiðablik
0-1 Thomas Mikkelsen ('52, víti)
0-2 Benedikt V. Waren ('57)
1-2 Guðmundur Kristjánsson ('62)
1-3 Gísli Eyjólfsson ('74)
1-4 Thomas Mikkelsen ('81)

Breiðablik lýkur keppni í A-deild Fótbolta.net mótsins með fullt hús stiga eftir 1-4 sigur gegn FH í dag.

Staðan var markalaus í leikhlé og komu öll fimm mörk leiksins í síðari hálfleik.

Thomas Mikkelsen skoraði skömmu eftir leikhlé úr vítaspyrnu og tvöfaldaði Benedikt V. Waren forystuna á 57. mínútu. Guðmundur Kristjánsson minnkaði muninn með marki beint úr aukaspyrnu fimm mínútum síðar.

Gísli Eyjólfsson kom Blikum aftur í tveggja marka forystu eftir glæsilega sókn og innsiglaði Thomas sigurinn með skallamarki á 81. mínútu.

FH endar á botni riðilsins með eitt stig. HK og ÍBV eru að keppast um annað sætið.
Athugasemdir
banner
banner
banner