Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 25. janúar 2021 17:50
Brynjar Ingi Erluson
Dzeko á leið frá Roma eftir rifrildi við Fonseca
Edin Dzeko er líklega á förum frá Roma
Edin Dzeko er líklega á förum frá Roma
Mynd: Getty Images
Edin Dzeko, framherji Roma á Ítalíu, er á förum frá félaginu eftir stormasamt rifrildi við þjálfara liðsins en hann hefur verið orðaður við Juventus í þessum glugga.

Dzeko er 34 ára gamall og með átta mörk og tvær stoðsendingar á þessu tímabili fyrir Roma.

Framherjinn knái var ekki í hópnum í 4-3 sigrinum á Spezia um helgina og þykir ólíklegt að hann verði með gegn Hellas Verona á sunnudag.

Dzeko og Fonseca rifust heiftarlega eftir tapleik Roma gegn Spezia í ítalska bikarnum í síðustu viku en Dzeko var ósáttur við að Gianluca Gomber, liðsstjóri Roma, hafi verið látinn fara.

Samkvæmt ítölsku miðlunum reynir Dzeko nú að komast frá Roma en Juventus hefur sýnt honum mikinn áhuga í þessum glugga og er það talinn líklegasti áfangastaðurinn nú þegar vika er eftir af gluganum.
Athugasemdir
banner
banner