Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 10:00
Elvar Geir Magnússon
Ein verstu kaup í sögu Man Utd
Manchester United galopnaði veskið til að kaupa Antony.
Manchester United galopnaði veskið til að kaupa Antony.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Antony verður í umræðunni yfir verstu leikmannakaup í sögu Manchester United. Þetta segir Simon Stone, ritstjóri fótboltafrétta á BBC.

Brasilíumaðurinn er að ganga í raðir Real Betis, á lánssamningi út tímabilið en spænska félagið mun borga 84% af launum hans.

Stone segir að hægt sé að heillast af sögu Antony, sem ólst upp í mikilli fátækt og í hættulegu umhverfi í fátækrahverfi.

„Ef þú getur aðskilið baksöguna frá því sem hann hefur gert sem leikmaður Manchester United er ómögulegt að álykta annað en að kaupin á honum hafi verið stór mistök. Öll félög hafa gert misheppnuð leikmannakaup en stór verðmiði Antony gerir hann að einum þeim verstu," segir Stone.

Antony var keyptur frá Ajax á 81,3 milljónir punda 2022 og varð næstdýrasti leikmaður í sögu Manchester United. Þetta var fjórða hæsta verð sem enskst úrvalsdeildarfélag hafði borgað fyrir leikmann.

Antony, sem er 24 ára, hefur aðeins skorað eitt mark á tímabilinu en það kom í deildabikarnum. Í 96 leikjum fyrir United hefur Antony skorað 12 mörk og átt 5 stoðsendingar.

„Antony þurfti nýtt upphaf. Það er vonandi að hann geti endurvakið feril sinn hjá nýju félagi. En hann mun aldrei losna við þann stimpil að vera ein verstu kaup í sögu Manchester United," segir Stone.
Athugasemdir
banner
banner