Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   þri 25. febrúar 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Clooney vill kaupa Malaga
Fjárfestingafélag frá Bandaríkjunum hefur sýnt áhuga á að kaupa Malaga sem spilar í næstefstu deild á Spáni.

Umrætt fjárfestingafélag er að hluta til í eigu Hollywood leikarans George Clooney.

Félagið hefur verið að búa til kvikmyndaefni fyrir Amazon í borginni Malaga og sér tækifæri í að eignast fótboltafélagið og búa til þætti um það.

Abdullah Al-Thani er eigandi Malaga en hann vill fá 100 milljónir evra fyrir félagið þrátt fyrir að hafa keypt það á 36 milljónir evra á sínum tíma.

Clooney og félagar hans vilja ekki borga svona háa upphæð en þeir eru í viðræðum við Al-Thani þessa dagana.


Athugasemdir
banner