Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fim 25. febrúar 2021 22:40
Aksentije Milisic
Lengjubikar-kvenna: HK með sigur á Gróttu - Jafnt hjá Víkingi og Aftureldingu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í B-deild í Lengjubikar kvenna hófst í kvöld með tveimur leikjum.

Á Víkingsvelli mættust Víkingur R og Afturelding og lauk þeim leik með 2-2 jafntefli.

Nadía Atladóttir kom heimastúlkum yfir á lokaandartökum fyrri hálfleiks og því leiddu Víkingsstúlkur þegar flautað var til leikhlés.

Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir jafnaði metin snemma í síðari hálfleik en Nadía Atladóttir setti sinn annað mark stutt síðar og aftur leiddi Víkingur.

Elfa Sif Hlynsdóttir jafnaði fyrir Aftureldingu þegar um fimmtán mínútur voru til leiksloka og því lauk þessum fjöruga leik með 2-2 jafntefli.

HK mætti Gróttu í hinum leiknum og vann 4-2 sigur. Henríetta Ágústsdóttir gerði tvennu í leiknum fyrir heimastúlkur og þá skoraði Eydís Lilja Eysteinsdóttir bæði mörk Gróttu.

Víkingur R 2-2 Afturelding
1-0 Nadía Atladóttir ('45)
1-1 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('51)
2-1 Nadía Atladóttir ('63)
2-2 Elfa Sif Hlynsdóttir ('74)

HK 4-2 Grótta
0-1 Eydís Lilja Eysteinsdóttir ('8)
1-1 Henríetta Ágústdóttir ('11)
1-2 Eydís Lilja Eysteinsdóttir ('48)
2-2 Henríetta Ágústdóttir ('66)
3-2 Karen Sturludóttir ('76)
4-2 Ragnheiður Kara Hólm Örnudóttir ('79)
Athugasemdir